Leikskólakennari

Leikskólinn Sjáland Vesturbrú 7, 210 Garðabær


Leikskólinn Sjáland auglýsir eftir leikskólakennurum, starfsfólki með aðra uppeldismenntun eða með reynslu af starfi með börnum.

Skólinn okkar
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Við leggjum áherslu á einstaklingsmiðað nám með því að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir. Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði.

Gildi skólans er náttúruleg gleði og leiðarljós okkar í starfi eru jákvæðni, nákvæmni og virðing.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni okkar www.sjaland.is

Hæfniskröfur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Jákvæðni og lausnarmiðað viðhorf
• Virðing fyrir nemendum og fagleg framkoma
• Færni í samskiptum

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.

Auglýsing stofnuð:

01.07.2019

Staðsetning:

Vesturbrú 7, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi