Sérkennsla / atferlisþjálfun

Leikskólinn Rofaborg Skólabær 6, 110 Reykjavík


Rofaborg

 Leikskólakennari, leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða aðili með aðra uppeldismenntun óskast til starfa í leikskólann Rofaborg. Starfið felst í að vera með þjálfun og kennslu barns með sérþarfir. Starfið er unnið undir handleiðslu sérkennslustjóra og í samvinnu við deildarstjóra og annað starfsfólk deildarinnar.
Rofaborg er fimm deilda leikskóli í Árbæjarhverfi þar sem dvelja um 104 börn á 5 aldurskiptum deildum. Einkunnarorð leikskólans eru leikur - gleði - vinátta. Undanfarin ár hefur leikskólinn verið að þróa starfið með elstu börnunum með áherslu á læsi og stærðfræði í gegnum leik. Útikennsla í Elliðarárdalnum, hreyfing og myndlist eru jafnframt ríkur þáttur í starfinu. Í Rofaborg starfar kraftmikill og samhentur starfsmannahópur sem vantar starfsmann í sitt lið.
Um er að ræða 100% starf sem er laust í byrjun ágúst eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Gyða Björnsdóttir í síma 567-2290 og tölvupósti thorunn.gyda.bjornsdottir@reykjavik.is og Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri gudlaug.kristinsdottir@rvkskolar.is


Helstu verkefni og ábyrgð

 Sinna kennslu og þjálfun barns með sérþarfir
Skipuleggja og endurmeta þjálfunaráætlanir í samvinnu við sérkennslustjóra
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum


Hæfniskröfur

 Leikskólakennaramenntun/ þroskaþjálfamenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfið
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 100%


Umsóknarfrestur 2.07.2019

Númer auglýsingar 7505


Nafn sviðs Skóla- og frístundasvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Gyða Björnsdóttir eða Guðlaug Kristinsdóttir í síma 567-2290


Tölvupóstur thorunn.gyda.bjornsdottir@rvkskolar.is og gudlaug.kristinsdottir@rvkskolar.is


Sími 567-2290

 

Leikskólinn Rofaborg

Skólabæ 6

110 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

12.07.2019

Auglýsing stofnuð:

02.07.2019

Staðsetning:

Skólabær 6, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi