Okkur í Nóaborg vantar deildarstjóra í haust

Leikskólinn Nóaborg Stangarholt 11, 105 Reykjavík


Leikskólinn Nóaborg auglýsir efir deildastjóra í 100% starf.

Leikskólinn er í Stangarholtinu, rétt ofan við Hlemm. Í næsta nágrenni við okkur er Klambratún þar sem eru mörg tækifæri sem tengjast útikennslu.
Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem leggur áherslu á leik og nám sem tengist læsi, stærðfræði og upplýsingatækni. Nýverið hlaut leikskólinn styrk úr Sprotasjóði til að vinna þróunarverkefni um notkun upplýsingatækni í leikskólanum og verður verkefnið unnið næsta skólaár.
Einkunnarorð leikskólans eru: Leikum – Lærum – Njótum.

Í Nóaborg starfar fjölbreyttur hópur samhentra starfsmanna og ríkir góður andi á vinnustaðnum. Við leitum að deildarstjóra á næstelstu deildina þar sem verða fjögurra ára börn næsta vetur.

Starfið er laust frá miðjum ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð 
• Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra.
• Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
• Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
• Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
• Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
Hæfniskröfur 
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Stundvísi og reglusemi
• Góð íslenskukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Sambandi íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 28.05.2019
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  7213
Nafn sviðs Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Anna Margrét Ólafsdóttir
Tölvupóstur anna.margret.olafsdottir@reykjavik.is
Sími 693-9830

Umsóknarfrestur:

28.05.2019

Auglýsing stofnuð:

14.05.2019

Staðsetning:

Stangarholt 11, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi