Leikskólakennari

Leikskólinn Langholt Sólheimar 19, 104 Reykjavík


 

Leikskólinn Langholt auglýsir efir Leikskólakennara í 100% starf

 Langholt er staðsettur í Sólheimum í Reykjavík og er 9 deilda skóli með 174 börn

Leiðarljós leikskólans eru Virðing, gleði og vinátta

Við erum að leita að leikskólakennara í teymið okkar. Við skólann starfar nú metnaðarfullur starfsmannahópur með fjölbreytta menntun og reynslu. Sem hefur það markmið að  öllum börnum líði vel og  þau nái að vaxa, dafna og njóta sín á sínum forsendum.  Við Leggjum áherslu á góð og jákvæð samskipti.  Þar sem hver einstaklingur fær  tækifæri til að  rækta hæfileika sína.

Við virðum margbreytileika  mannlífsins, vinnum markvisst með jafnrétti og að börnin verði sjálfstæðir og öruggir einstaklingar   í Lýðræðislegu samfélagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð

 Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.


Hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Almenn tölvukunnátta.
Góð íslenskukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið


Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Sólheimar 19, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi