Þroskaþjálfi/leikskólasérkennari - Hraunborg

Leikskólinn Hraunborg Hraunberg 10, 111 ReykjavíkÞroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólanum Hraunborg. 
Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Reykjavík. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur
Þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af sérkennslu æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum 
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð 
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð íslenskukunnátta

 
Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

06.12.2018

Staðsetning:

Hraunberg 10, 111 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi