Leikskólakennari

Leikskólinn Hraunborg Hraunberg 10, 111 Reykjavík


Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Hraunborg. Hraunborg er þriggja deilda leikskóli í Hraunbergi 10 í Reykjavík. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Starfað er í anda heiltækrar skólastefnu með fjölbreyttum starfsháttum og viðfangsefnum til að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Einkunnarorð Hraunborgar og leiðarljós í starfi eru: Leikur, læsi og lífsgleði.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Okkur vantar  starfsmann í 100% stöðu. Engin helgarvinna! Verkefni starfsmanna er meðal annars að kenna börnunum að vera þátttakendur í lífinu, sinna grunnþörfum þeirra og kenna þeim að sinna sér sjálf, efla orðaforða þeirra, kenna þeim að tjá sig og efla þau í félagsfærni og sjálfsöryggi. 

Leitað er að einstaklingum með:

- góða íslenskukunnáttu

- færni í samskiptum

- frumkvæði í starfi og 

- sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef þú telur þig vera rétta aðilann í þessi störf og villt koma og vera með í okkar liði hikaðu þá ekki við að hringja eða koma í heimsókn 

Vð tökum vel á móti þér.

               

 

Umsóknarfrestur:

19.11.2018

Auglýsing stofnuð:

08.11.2018

Staðsetning:

Hraunberg 10, 111 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi