Leikskólakennari

Leikskólinn Heiðarborg Selásbraut 56, 110 Reykjavík


Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólanum Heiðarborg. Leikskólinn er fjögurra deilda og þar dvelja 76 börn samtímis við leik og störf. Einkunnarorð Heiðarborgar er vinátta, gleði og virðing, sem eru rauður þráður í leikskólastarfinu. Meðal annars er unnið út frá hugmyndafræði Howard Gardners um fjölgreindakenninguna. Einnig er lögð áhersla á umhverfismennt en Heiðarborg er skóli á grænni grein.
Staðan er laus nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að
vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur 
Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall 
100%
Umsóknarfrestur 
21.08.2019
Ráðningarform 
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar  
7568
Nafn sviðs 
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Jóhanna Benný Hannesdóttir
Tölvupóstur 
johanna.benny.hannesdottir@rvkskolar.is

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Selásbraut 56, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi