Leikskólakennari/leiðbeinandi

Leikskólinn Hálsaskógur Hálsasel 27-29x , 109 Reykjavík


Erum við að leita að þér?


Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Hálsaskóg sem er sex deilda leikskóli þar sem unnið er með umhverfismennt. Leikskólinn er Grænfánaleikskóli og leggjum við áherslu á útikennslu og að börnin fái tækifæri til að njóta og upplifa. Einnig erum við Heilsueflandi leikskóli og leggjum áherslu holla og góða næringu sem og almenna góða lýðheilsu. Við störfum eftir hugmyndafræði Mihaly Csikzentmihalyi um jákvæða sálfræði. Einnig erum við að innleiða Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er sífelldri þróun og mótun og óskum við eftir leikskólakennara sem er tilbúinn til að taka þátt í að þróa starfið með okkur og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun 
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta 


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall
100%
Umsóknarfrestur
17.1.2019
Ráðningarform
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar
6392
Nafn sviðs
Skóla- og frístundasvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Guðnadóttir í síma 411-3260 og tölvupósti asgerdur.gudnadottir@reykjavik.is
Hálsaskógur
Leikskólinn Hálsaskógur
Hálsaseli 27
109 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

17.01.2019

Auglýsing stofnuð:

10.01.2019

Staðsetning:

Hálsasel 27-29x , 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi