Leikskólakennari / Leiðbeinandi - Hagaborg

Leikskólinn Hagaborg Fornhagi 8, 107 Reykjavík


Laust er til umsóknar starf leikskólakennara/leiðbeinanda í leikskólanum Hagaborg við Fornhaga 8 í Reykjavík. Helstu áherslur leikskólans eru hreyfing, læsi og leikur. Leikskólinn er þar að auki Leikur að læra leikskóli og nýtir aðferðir leikur að læra í starfinu. Hagaborg er 5 deilda leikskóli sem tók til starfa árið 1960 og er því einn af elstu leikskólum í Reykjavík.

Hér er hlekkur á kynningarmyndband um leikskólann:

https://vimeo.com/315842512?fbclid=IwAR00xxbhFj5XWfgXtJjngnyR9zeMX-qXkvMteuSFKN0RMX7g4CkFLh1sVMQ

Starfið er laust frá 25. febrúar 2019 eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfinu
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta

 

Umsóknarfrestur:

08.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Fornhagi 8, 107 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi