Sérkennslustjóri

Leikskólinn Grandaborg Boðagrandi 9, 107 Reykjavík


Sérkennslustjóri í Grandaborg

Staða sérkennslustjóra er laus til umsóknar í leikskólanum Grandaborg.
Aðalmarkmið leikskólastarfsins er að efla sjálfsmynd barna og styrkja þau í að takast á við verkefni í daglegu lífi í leikskólanum og utan hans. Unnið er að gerð nýrrar skólanámskrár með áherslu á heilsueflingu. Leikskólinn er kominn í samstarf við Heilsuleikskóla og er í dag svokallaður leikskóli á Heilsubraut. 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í ásamt leikskólastjóra/aðstoðarleikskólastjóra. Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum sem tengjast sérkennslu.
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla og ber á ábyrgð á miðlun upplýsinga innan leikskólans. 
- Ber ábyrgð á að börnum sem njóta sérkennslu í leikskólanum sé boðið upp á þroskavænleg verkefni. Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.Hefur yfirumsjón með að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.
- Vinnur að nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu, situr fundi og viðtöl með þeim, auk funda á vegum leikskólans. Viðkomandi veitir einnig foreldrum/forráðamönnum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. 
- Ber að hafa náið samstarf við sérkennsluráðgjafa og aðra sérfræðinga sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varða starfsemi leikskólans og sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum.


Hæfniskröfur
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. 
- Reynsla af sérkennslu er skilyrði
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Tölvukunnátta er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara/ Starfsmannafélag Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Jónsdóttir í síma 562-1855/849-4780 og tölvupósti helena.jonsdottir@reykjavik.is og/eða Ragnheiður Júlíusdóttir 562-1855 / ragnheidur.juliusdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

27.03.2018

Auglýsing stofnuð:

13.03.2018

Staðsetning:

Boðagrandi 9, 107 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi