Sérkennslustjóri

Leikskólinn Furuskógur Áland 1, 108 Reykjavík


Sérkennslustjóri óskast til starfa í leikskólanum Furuskógi, Efstalandi 28, 108 Reykjavík.

Furuskógur er sex deilda leikskóli í tveimur húsum í Fossvogi í Reykjavík. Áherslur í starfi skólans eru sköpun, útinám og lífsleikni, auk þess sem læsi er stór þáttur í námi barnanna. Unnið er með lýðræði í leikskólastarfinu þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er hafður að leiðarljósi, börnin tjá skoðanir sínar, geta valið og hafnað og þannig haft áhrif á eigin þekkingaröflun, menningu og lífsgildi. Leikskólinn hefur einnig innleitt PBS sem er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. Með því er lögð áhersla á jákvæð samskipti, hrós, umhyggju og hlýju sem ýta undir traust og vellíðan allra.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.


Hæfniskröfur
Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
Reynsla af sérkennslu.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Góð íslenskukunnátta.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.11.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar: 6089
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Brynjarsdóttir í síma 411-3540 og tölvupósti ingibjorg.brynjarsdottir@reykjavik.is

Auglýsing stofnuð:

11.10.2018

Staðsetning:

Áland 1, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi