

Leikskólinn Drekadalur - Kennarar
Starfssvið: Kennarar
Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík hóf starfsemi í nýju og glæsilegu húsnæði þann 17. nóvember 2025. Við erum að leitar eftir drífandi, skipulögðum og jákvæðum kennurum í okkar frábæra teymi þar sem starfsandinn í Drekadal er góður og einkennist af virðingu, jákvæðni, gleði og góðri samvinnu. Um fjölbreytt framtíðarstörf er að ræða sem krefst góðra hæfni í mannlegum samskiptum.
Leikskólinn Drekadalur mun taka á móti um 120 nemendum. Í Drekadal er lögð áhersla á samvinnu, nýtingu mannauðs, flæði og útinám ásamt leik barna sem er gert hátt undir höfði í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans er gleði, leikur, virðing og hugrekki og einkunnarorð leikskólans er með opnum hug og gleði í hjarta þar sem við viljum að öllum börnum, foreldrum og starfsfólki líði vel.
- Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
- Taka þátt í skipulagningu starfs
- Taka þátt í foreldrastarfi í samráði við deildarstjóra
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur honum
- Að efla og viðhalda fagþekkingu sinni með reglubundinni endur- og símenntun
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Einlægur áhugi fyrir velgengni allra barna
- Færni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Hreint sakarvottorð skilyrði
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Íslenska










