Leikskólakennari/ leiðbeinandi - Blásalir

Leikskólinn Blásalir Brekknaás 4, 110 Reykjavík


Leikskólakennari/ leiðbeinandi - Blásalir
Blásalir
Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Blásali. 

Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Einnig byggir hún á lögum, aðalnámskrá og þeim lífsgildum sem starfsfólk hefur komið sér saman um að leggja til grundvallar starfi sínu. 

Um er að ræða fullt starf sem laust er nú þegar. 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall
100%
Umsóknarfrestur
17.12.2018
Ráðningarform
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar
6244
Nafn sviðs
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Elíasdóttir í síma 557-5720 og tölvupósti margret.eliasdottir@reykjavik.is
Blásalir
Leikskólinn Blásalir
v/Brekknaás
110 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

17.12.2018

Auglýsing stofnuð:

06.12.2018

Staðsetning:

Brekknaás 4, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi