Deildastjóri

Leikskólinn Bakkaborg Blöndubakki 2-4, 109 Reykjavík


Deildarstjóri - Bakkaborg
Leikskólinn Bakkaborg
Leikskólinn Bakkaborg auglýsir starf deildarstjóra.
Starfið er laust nú þegar. 

Bakkaborg er staðsett í hjarta Bakkahverfis, við Blöndubakka 2-4. Bakkaborg er 5 deilda leikskóli, þar dvelja 109 börn samtímis. Leikskólinn starfar eftir Uppeldi til ábyrgðar. Bakkaborg tekur þátt í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um 37 stunda vinnuviku þar sem gengið er út frá því að 100% starf séu 37 stundir á viku. Einnig höfum við verið í samvinnu við leikskólann Borg og Breiðholtsskóla um sumarskóla elstubarna leikskólans. Bakkahverfið er fjölmenningarlegt samfélag sem gerir starfið mjög spennandi og áhugavert.

Starfsfólk sem kemur til vinnu á annan máta en í einkabíl getur fengið 6.000 kr. í samgöngustyrk á mánuði. Starfsfólk fær sundkort sem veitir frían aðgang að sundlaugum borgarinnar og
starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar fær fríar máltíðir í leikskólanum.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu

Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall
100%
Umsóknarfrestur
16.1.2019
Ráðningarform
Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar
6387
Nafn sviðs
Skóla- og frístundasvið

Umsóknarfrestur:

16.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Blöndubakki 2-4, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi