Atferlisþjálfun/sérkennsla

Leikskólinn Bakkaborg Blöndubakki 2-4, 109 Reykjavík


Atferlisþjálfun/sérkennsla


Viltu bætast í hóp frábærra sérkennara?
Þá er laust starf fyrir þig!

Mjög spennandi starf fyrir háskólamenntaðan starfsmann á sviði leikskólasérkennslu, þroskaþjálfunnar, sálfræði eða uppeldismenntunar við atferlisþjálfun/sérkennslu í leikskólanum Bakkaborg.

Um er að ræða krefjandi og spennandi starf við atferlisþjálfun barns. Starfsmaðurinn fær leiðsögn við að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við þjálfunina og fær markvissa þjálfun og eftirfylgd í starfi. Auk þess fær starfsmaðurinn tækifæri til að fara á námskeið og auka þekkingu sína varðandi starfið. Unnið er í nánu samstarfi við sérkennslustjóra, foreldra, atferlisráðgjafa og samstarfsfólk í leikskólanum.

Starfsmenn leikskólans taka þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku þar sem unnar eru 37 stundir á viku í stað 40 fyrir 100% starf.

Starfið er laust strax eða eftir samkomulagi. 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Með vísan til þessa eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni atferlisþjálfun.
 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum


Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sérkennslu æskileg
 • Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta


Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 15.1.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning

Nánari upplýsingar um starfið veitir: 
Ágústa Amalía Friðriksdóttir í síma 411-3240 / 6926946 og tölvupósti agusta.amalia.fridriksdottir@rvkskolar.is

Leikskólinn Bakkaborg
Blöndubakka 2
109 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

15.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Blöndubakki 2-4, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi