Karlmann í þjónustu og öryggisgæslu.

Laugarvatn Fontana Hverabraut 1, 840 Laugarvatni


Nú vantar okkur karlmann !

Helstu verkefni eru að þjónusta viðskiptavini, eftirlit með sundlaugarsvæði, almenn þrif og þjónusta við veitingastað. Starfsmaður vinnur með vaktstjóra hverju sinni að öðrum daglegum störfum. Æskilegt er að starfsmaður tali og riti íslensku og ensku, önnur tungumál er kostur. Reynsla af þjónustustörfum er æskileg. Starfsmaður þarf að geta tekið þátt í og staðist skyndihjálparnámskeið og sundlaugarvarðarpróf sem verður haldið á vegum Laugarvatns Fontana. Viðkomandi verður að vera reyklaus og með hreint sakavottorð. Aðstoðum við að útvega húsnæði.

 

Við leggjum áherslu á að starfsmenn starfi sem ein heild til þess að tryggja öryggi og hátt þjónustustig. Um heilsárs störf er að ræða. Nánari upplýsingar um fyrirtækið er á www.fontana.is.      Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. 

Auglýsing stofnuð:

07.02.2019

Staðsetning:

Hverabraut 1, 840 Laugarvatni

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi