Yfirlyfjafræðingur á Landspítala

Landspítali Áland 6, 108 Reykjavík


Yfirlyfjafræðingur

Starf yfirlyfjafræðings á Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlyfjafræðingur ber ábyrgð á daglegum rekstri sjúkrahúsapóteks og vinnur náið með deildarstjóra lyfjaþjónustu og öðrum stjórnendum Landspítala. Við óskum eftir framsæknum einstaklingi með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileika.

Sjúkrahúsapótek hefur umsjón með og ber ábyrgð á öflun og varðveislu lyfja og hefur eftirlit með notkun þeirra á spítalanum. Sjúkrahúsapótekið starfrækir líka afgreiðsluapótek sem þjónustar sjúklinga sem útskrifast frá spítalanum sem og sjúklinga sem fá þjónustu á dag- og göngudeildum. Innan sjúkrahúsapóteks er einnig starfrækt lyfjablöndunareining.  Í sjúkrahúsapótekinu starfa um 60 manns, að stærstum hluta lyfjafræðingar og lyfjatæknar.

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Lyfjaþjónustan tilheyrir aðgerðasviði, en næsti yfirmaður yfirlyfjafræðings er deildarstjóri lyfjaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ber ábyrgð á innri starfsemi sjúkrahúsapóteks, framleiðslu og afhendingu lyfja
 • Ber ábyrgð á lyfjalagerum Landspítala
 • Þróar og vinnur samkvæmt þjónustuviðmiðum starfseminnar og tryggir viðskiptavinum örugga lyfjaþjónustu
 • Ber ábyrgð á gæðakerfi innan sjúkrahúsapóteks
 • Vinnur að þróun sjúkrahúsapóteks í nýjum meðferðarkjarna
 • Vinnur að þróun upplýsingakerfa sem styðja við örugga og skilvirka lyfjaþjónustu
 • Ber ábyrgð á starfsmannamálum og faglegu starfi í sjúkrahúsapóteki

Hæfnikröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði er skilyrði
 • Þekking og reynsla af lyfjageiranum og löggjöf varðandi lyfjamál á Íslandi
 • Þekking og reynsla af ferlastýringu, stöðugum umbótum og breytingastjórnun
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Góð samskiptahæfni
 • Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Lyfjafræðingafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu auk þess sem umsækjendur eru beðnir um að skila sem viðhengi 1-2 bls. kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ekki síður en innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.04.2019

Nánari upplýsingar veita:

Vigdís Hallgrímsdóttir - vigdisha@landspitali.is - 825 3502
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir - elfahg@landspitali.is - 691 7823

Landspítali
Skrifstofa aðgerðasviðs
Fossvogi
108 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

08.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Áland 6, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi