Verkefnastjóri

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Verkefnastjóri í kjaradeild á mannauðssviði
Leitað er að starfsmanni í stöðu verkefnastjóra í kjaradeild Landspítala á mannauðssviði. Helstu verkefni eru ráðgjöf um réttindamál, samskipti við stéttarfélög og innleiðing kjara- og stofnanasamninga.

 

Við viljum ráða jákvæðan, metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling sem er töluglöggur, lausnamiðaður og á auðvelt með að vinna í teymi.  Reynsla sem hæfir starfinu er æskileg auk háskólamenntunar sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði eða sambærilegt.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Ráðgjöf og stuðningur um kjaramál og réttindi og skyldur starfsmanna

» Úrvinnsla, innleiðing og túlkun kjara- og stofnanasamninga

» Samskipti við stéttarfélög

» Greiningar og úttektir

» Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun deildarstjóra

 
Hæfnikröfur
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi

» Reynsla af kjara- og mannauðsmálum

» Færni í greiningu, meðferð og framsetningu tölulegra upplýsinga / Excelkunnátta

» Reynsla af verkefnastjórnun, breytingastjórnun og/eða umbótastarfi æskileg

» Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum

» Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt

 
Frekari upplýsingar um starfið
 
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

 

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

 
Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 14.01.2019

 

Nánari upplýsingar veitir
Atli Atlason - atli@landspitali.is - 543 1339

LSH Kjaradeild
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

14.01.2019

Auglýsing stofnuð:

02.01.2019

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi