Verkefnastjóri tæknilausna

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Verkefnastjóri tæknilausna fyrir Hringbrautarverkefnið

Hringbrautarverkefnið er stærsta notendastudda hönnunarverkefni Íslandssögunnar sem felst í að gera Landspítala að nútímalegu háskólasjúkrahúsi með hönnun og byggingu nýs meðferðakjarna, rannsóknahúss o.fl.

Við leitum eftir jákvæðum og öflugum verkefnastjóra í leiðandi hlutverk varðandi ferlaumbætur, hönnun og innleiðingu tæknilausna í nýjum Landspítala. Tæknilausnir innifela allan tölvubúnað, hugbúnaðarkerfi, lækningatækjabúnað og önnur tæknikerfi í nýjum meðferðakjarna og rannsóknahúsi við Hringbraut. Gert er ráð fyrir að starfsemi í nýju húsnæði hefjist árið 2024. Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH ber ábyrgð á áðurtöldum málaflokkum og mun verkefnastjórinn verða starfsmaður þeirrar deildar.

Á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild (HUT) starfa 70 manns. Deildin ber ábyrgð á tölvubúnaði og tölvukerfum spítalans ásamt öllum lækningatækjabúnaði. Markmið HUT er að styðja sem best við klíníska starfsemi spítalans með tæknilausnum. Á HUT starfar hópur sérfræðinga á sviði heilbrigðistækni og upplýsingatækni náið með klínísku starfsfólki að aukinni skilvirkni, bættum gæðum og auknu öryggi í starfsemi LSH.

 Helstu verkefni og ábyrgð

» Áætlanagerð og skipulagning stærri verkefna og verkþátta
» Greining og hönnun lausna sem bæta verklag í starfsemi Landspítala
» Útboðsvinna, innkaup og samningagerð vegna nýrra tæknilausna
» Verkefnastjórn stærri verkefna
» Ýmis verkefni sem tengjast starfsemi HUT

 Hæfnikröfur

» Háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt
» Reynsla og/ eða þátttaka í stórum og flóknum verkefnum
» Reynsla af verkefnastjórnun
» Menntun og/ eða vottun á sviði verkefnastjórnunar er kostur
» Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
» Jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum
» Faglegur metnaður
» Önnur reynsla sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust frá 1. mars 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.01.2019

Nánari upplýsingar veitir

Björn Jónsson - bjornj@landspitali.is - 825 5050

LSH Stjórn HUT
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

28.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi