Verkefnastjóri S-merktra lyfja

Landspítali Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík


Verkefnastjóri S-merktra lyfja

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2019 færist ábyrgð fjárheimilda og umsýsla S-merktra lyfja til Landspítala, þannig að betur fari saman fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á innleiðingu og notkun nýrra og dýrra lyfja. Landspítala er falin ábyrgð og umsjón með notkun og greiðslu kostnaðar vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja innan og utan heilbrigðisstofnana.

Leitað er að öflugum verkefnastjóra með djúpa þekkingu á lyfjamálum til að stýra þessu verkefni. Verkefnastjórinn mun heyra beint undir framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítala og vinna náið með öðrum stjórnendum spítalans, í fjármálum, lyfjaþjónustu og annarri klínískri þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Umsjón með sérstökum fjárlagalið vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja
 • Yfirsýn um áætlun um notkun S-merktra og leyfisskyldra lyfja, spár um breytingu á magni á milli ára, um samþykki nýrra lyfja, verðbreytingar S-merktra lyfja o.fl.
 • Samstarf við lyfjaþjónustu Landspítala varðandi m.a. S-lyf á dag- og göngudeildum og legudeildum og þau lyf sem afgreidd eru úr apóteki Landspítala gegn lyfjaávísun
 • Aðkoma að ferli ákvarðana um ný S-merkt lyf og samskipti við lyfjanefnd Landspítala í því sambandi skv. verklagsreglu
 • Samskipti við Lyfjagreiðslunefnd vegna greiðsluþátttöku S-merktra lyfja
 • Þróun fyrirkomulags og lausna við umsýslu og afgreiðslu S-merktra lyfja á Landspítala og landinu öllu
 • Samskipti við ráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands vegna S-merktra lyfja
 • Samskipti við birgja, heilbrigðisstofnanir og lyfsala vegna S-merktra og leyfisskyldra lyfja

Hæfnikröfur:

 • Háskólapróf í lyfjafræði eða önnur hliðstæð menntun innan heilbrigðisvísinda
 • Haldgóð og áralöng reynsla af stjórnsýslu hjá opinberum aðila vegna lyfjamála og lyfjaþjónustu
 • Góð þekking á löggjöf og regluverki varðandi lyf og aðra tengda þætti heilbrigðisþjónustu
 • Yfirsýn og þekking á lyfjamálum í alþjóðlegu umhverfi
 • Reynsla í stjórnun og rekstri
 • Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Ráðið verður í starfið frá og með 1. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.04.2019

Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Bjarni Jóhannsson - runarbj@landspitali.is

Snr. 543 1129/ 824 5975

Landspítali
Skrifstofa fjármálasviðs
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

 

Umsóknarfrestur:

08.04.2019

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi