Vélfræðingur - Viðhaldsdeild Landspítala

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Landspítali auglýsir laust til umsóknar fullt starf vélfræðings á viðhaldsdeild. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Á viðhaldsdeild starfa um 40 starfsmenn sem sinna viðhaldi alls húsnæðis Landspítala auk þess að vinna að margs konar stærri breytingaverkefnum.

Verkefni vélfræðings á Landspítala eru fjölbreytt og gefandi og oft unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir. Vélaverkstæði Landspítala ber ábyrgð á rekstri margra tæknikerfa Landspítala, svo sem loftræsikerfa. lyfjaloftskerfa o.fl. auk þess að sinna viðhaldi ýmiss búnaðar.

Leitað er eftir sjálfstæðum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum með vélfræðingsmenntun.

Helstu verkefni og ábyrgð
»Umsjón og ábyrgð á tæknikerfum sjúkrahússins, m.a. loftræsikerfum, lyftum, lyfjaloftskerfum, kælikerfum.
»Viðgerðir á ýmsum búnaði t.d. rúmum, hjólastólum og öðrum búnaði sem þarfnast viðhalds.

Hæfnikröfur
Vélfræðingsmenntun
Reynsla af umsjón húskerfum er kostur
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta æskileg
Lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2018

Nánari upplýsingar veitir
Valur Sveinbjörnsson - valurs@landspitali.is - 543 5274
Viktor Ellertsson - viktore@landspitali.is - 543 1517


LSH Vélaverkstæði H
Hringbraut
101 Reykjavík

 

 

Umsóknarfrestur:

17.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi