Sjúkraþjálfari á bráðaspítala

Landspítali Ánaland 6, 108 Reykjavík


Sjúkraþjálfari á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild og HNE-, lýta- og æðaskurðdeild Fossvogi

Hefur þú áhuga á að vinna á bráðaspítala?

Við óskum eftir tveimur sjúkraþjálfurum til starfa á heila-,  tauga- og bæklunarskurðdeild auk HNE-, lýta- og æðaskurðdeild í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag.

Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af liðsheild. Mikil áhersla er lögð á mat á færni og færniþjálfun ásamt þverfaglegri teymisvinnu.

Heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild þjónustar sjúklinga eftir aðgerð á heila, mænu og taugum eða vegna stoðkerfisvandamála og liðskiptaaðgerða.
HNE-, lýta- og æðaskurðdeild þjónustar sjúklinga eftir háls-,nef- og eyrnaaðgerðir, lýtaaðgerðir, æðaskurðaðgerðir, uppbyggingu á brjóstum og vegna brunameðferðar.
Boðið verður upp á sérhæfða, markvissa þjálfun í starfið hjá sérfróðum sjúkraþjálfara í bæklunarskurðlækningum.

 Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skoðun, mat og meðferð
  • Skráning og skýrslugerð
  • Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum
  • Þátttaka í fagþróun

Hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.
Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteini og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2019

Nánari upplýsingar veita

Ragnheiður S Einarsdóttir - ragnheie@landspitali.is - 543 9306
Sara Hafsteinsdóttir - sarahaf@landspitali.is - 543 9136

Landspítali
Sjúkraþjálfun
Hringbraut
101 Reykjavík

 

Umsóknarfrestur:

27.05.2019

Auglýsing stofnuð:

16.05.2019

Staðsetning:

Ánaland 6, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi