Sérfræðingur-kerfisrekstur Microsoft umhverfi

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Við á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT) leitum að jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni og axla ábyrgð á rekstri tæknikerfa frá Microsoft o.fl.

Rekstrarlausnir (RL) er eining innan HUT sem sér um rekstur og þróun miðlægra tölvukerfa Landspítala. Í RL starfa um 17 sérfræðingar sem sinna daglegum rekstri um 750 netþjóna og yfir 400 kerfa af ýmsum gerðum, ásamt innkaupum og innleiðingu á miðlægum tölvubúnaði. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleikum á starfsþróun.
Starfsemi HUT er vottuð samkvæmt öryggisstaðlinum ISO 27001.

Helstu verkefni og ábyrgð
Rekstur tæknikerfa eins og Windows-netþjóna, AD, SCCM, Exchange, Sharepoint o.fl.
Miðlægur rekstur um 4.500 útstöðva.
Hugbúnaðarpökkun og dreifing.
Aðkoma að innleiðingum og uppsetningu sérhæfðra tölvukerfa fyrir lækningatæki.
Þátttaka í þróun tækniumhverfis Landspítalans.

Hæfnikröfur
3 ára starfsreynsla á sviði kerfisstjórnunar í upplýsingatækni.
Kunnátta á System Center Configuration Manager og Active Directory.
Kunnátta á Microsoft IIS.
Kunnátta á Exchange.
Kunnátta á Powershell er kostur.
Mikil reynsla af bilanaleit og viðgerðum.
Metnaður, jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum.
Reynsla af teymisvinnu.
Háskólamenntun í tölvunarfræði eða sambærilegu og tæknilegar vottanir eru kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag tölvunarfræðinga hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Sótt er um starfið rafrænt á www.landspitali.is undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Viðkomandi þarf að vísa fram hreinu sakavottorði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2018

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Helgi Halldórsson - olafurha@landspitali.is - 5435453


LSH Rekstrarlausnir
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

17.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi