Sálfræðingur – Barna- og unglinga geðdeild

Landspítali Dalbraut 21, 105 Reykjavík


Sálfræðingur - Barna- og unglinga geðdeild BUGL


Sálfræðiþjónusta barna- og unglingageðdeildar (BUGL) Landspítala leitar eftir metnaðarfullum sálfræðingi með góða samskiptahæfni til að starfa með börnum og unglingum sem eru að takast á við alvarlegan geðvanda.

Starfið felur fyrst og fremst í sér vinnu með börnum og unglingum sem eru að takast á við átröskunarvanda og annan tengdan vanda s.s. áföll, kvíða og þunglyndi.

Á BUGL er markvisst unnið að umbótum og framþróun. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína í greiningu og meðferð algengra geðraskana.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greiningar og meðferðarvinna með börnum og unglingum með geðvanda, þ.m.t. átröskunarvanda
 • Einstaklings- og hópmeðferðarvinna, þá sérstaklega hugræn atferlismeðferð
 • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
 • Önnur störf sem heyra undir starfsemi BUGL


Hæfnikröfur

 • Jákvætt viðmót og afburða samskiptahæfni
 • Áhugi og sveigjanleiki í starfi
 • Þekking og reynsla af sálfræðilegri greiningu og sálmeinafræði
 • Þekking og reynsla af hugrænni atferlismeðferð
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
 • Hæfni til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta
 • Íslenskt starfsleyfi sálfræðings
 • Frekari upplýsingar um starfið
 • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
 • Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta.

Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi.

Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Umsóknarfrestur:

25.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.03.2019

Staðsetning:

Dalbraut 21, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi