Námstöður deildarlækna í barna/ungl.geðlækn.

Landspítali Dalbraut 12, 105 Reykjavík


Námstöður deildarlækna í barna- og unglingageðlækningum við Landspítala.
Lausar eru til umsóknar tvær sérnámsstöður deildarlækna í barna- og unglingageðlækningum við BUGL. Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Sérnámið er byggt á grunni alþjóðlegra leiðbeininga UEMS (European Union of Medical Specialists) um sérnám í barna- og unglingageðlækningum og tekur mið af fyrirkomulagi sérnámsins í geðlækningum á geðdeild Landspítala og tilhögun sérnáms í öðrum löndum svo sem á Norðurlöndum, í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þá er byggt á reynslu BGFÍ (Barnageðlæknafélags Íslands) af vinnu við samræmingu sérnáms í barna- og unglingageðlækningum innan Evrópu á vegum UEMS og einnig á kennslu og viðmiðum frá Royal College of Physicians.

Landspítali býður:

 • Fullt sérnám, 5 ár eða eftir samkomulagi
 • Handleiðslu sérfræðilækna með breiða þekkingu í barna- og unglingageðlækningum
 • Rafrænt skráningarkerfi (ePortfolio) sem notað er til skráningar á námsframvindu sérnámslæknisins öll námsárin
 • Skipulagða fræðslu
 • Gæðaverkefni og/ eða rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda
 • Námsráðstefnur skv. kjarasamningi lækna

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinna og nám á göngu- og legudeild BUGL auk annarra deilda spítalans eins og kveðið er á um í prógrammi, ásamt þátttöku á bráðavöktum
 • Kennsla kandídata, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna
 • Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
 • Standast þarf árlegt stöðumat til að námslæknir geti færst yfir á næsta námsár

Hæfnikröfur:

 • Lækningaleyfi á Íslandi eða uppfylla skilyrði til þess við upphaf ráðningar
 • Áhugi á að starfa við barna- og unglingageðlækningar
 • Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum

 
Frekari upplýsingar um starfið:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Dagbjörg B Sigurðardóttir - dagbjorg@landspitali.is - 825 5022
Gísli Baldursson - gislib@landspitali.is - 824 5913

Landspítali
Læknaþáttur BUGL
Dalbraut 12
105 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

01.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Dalbraut 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi