Námsstöður lyfjafræðinga

Landspítali Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík


Námsstöður lyfjafræðinga í klínískri lyfjafræði við Landspítala

Óskum eftir lyfjafræðingum í launað starfsnám í klínískri lyfjafræði við Landspítala. Um er að ræða tvær 100% stöður.

Starfsnámið er einstaklingsmiðað í 36 mánuði frá 2. september 2019. Um er að ræða starfsnám sem lýkur með meistaragráðu frá lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Nýútskrifaðir lyfjafræðingar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Nánari lýsing:

Háskóli Íslands og Landspítali bjóða: 

 • Meistaranám í klínískri lyfjafræði við lyfjafræðideild HÍ
 • Starfsnám í sjúkrahúsapóteki Landspítala. Námið er samkvæmt námskrá og er undir handleiðslu Royal Pharmaceutical Society í Bretlandi
 • Leiðbeinanda sem hefur fengið sérstaka þjálfun, fylgir viðkomandi í gegnum starfsnámið
 • Rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda


Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Þjálfun á starfstöðvum sjúkrahúsapóteksins með þátttöku í störfum apóteksins
 • Að efla og bæta klíníska færni og þekkingu viðkomandi í lyfjafræði
 • Þjálfun á legu-, dag- og göngudeildum Landspítala, með þátttöku í klínísku starfi lyfjafræðinga
 • Kennsla lyfjafræðinema og annarra heilbrigðisstétta
 • Þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum og aukin rannsóknareynsla
 • Standast þarf reglulegt stöðumat, til að fá framgang í námi og framlengingu á ráðningu

Hæfnikröfur: 

 • MS-próf í lyfjafræði
 • Starfsleyfi sem lyfjafræðingur á Íslandi
 • Öguð vinnubrögð
 • Áhugi á að starfa við klíníska lyfjafræði
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Góður liðsmaður
 • Jákvæðni og frumkvæði

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Lyfjafræðingafélag Íslands.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum  og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsókn fylgi einnig kynningarbréf þar sem tilgreind eru persónuleg markmið með starfsnáminu.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á þeim og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100% 
Umsóknarfrestur er til og með  01.04.2019

Nánari upplýsingar veitir: 

Inga Jakobína Arnardóttir - ingaja@landspitali.is - 825 5070
Freyja Jónsdóttir - freyjaj@landspitali.is - 825 5079

Landspítali
Klínískir lyfjafræðingar, vísindi og menntun
Hringbraut
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

01.04.2019

Auglýsing stofnuð:

13.03.2019

Staðsetning:

Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi