Lyfjatæknir - Sjúkrahúsapótek Landspítala

Landspítali Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík


Lyfjatæknir - Sjúkrahúsapótek Landspítala

Sjúkrahúsapótek Landspítala óskar eftir að ráða öflugan lyfjatækni til starfa í grunnstarfsemi apóteksins. Unnið er í dagvinnu, virka daga frá kl. 8–16, með helgarvöktum á mánaðarfresti, eftir að þjálfun lýkur. Æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Sjúkrahúsapótek Landspítala er á aðgerðasviði og telur um 60 starfsmenn lyfjafræðinga og lyfjatækna sem starfa við fjölbreytt verkefni og í nánu samstarfi við aðra starfsmenn spítalans.
Hlutverk Sjúkrahúsapóteks Landspítala er að þjónusta deildir spítalans og sjúklinga með öflun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf. Starfsemin skiptist í 4 starfsstöðvar, grunnstarfsemi, blöndun lyfja með smitgát fyrir dag og göngudeildir, afgreiðsluapótek og klínískt teymi lyfjafræðinga. Áhersla er lögð á að vera í fremstu röð og standast alþjóðlegan samanburð.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Innkaup, vörumóttaka og frágangur lyfja
 • Birgðastýring lyfja á deildum
 • Tiltekt lyfja fyrir blöndun eða deildir spítalans
 • Deildareftirlit
 • Þátttaka í umbótaverkefnum sem lúta að lyfjaþjónustu
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

 • Íslenskt starfsleyfi lyfjatæknis
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er kostur
 • Reynsla af lyfjatæknastörfum er kostur
 • Skipulögð, sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
 • Metnaður og samviskusemi
 • Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
 • Góð íslenskukunnátta bæði tal- og ritmál
 • Góð tölvukunnátta
 • Geta til að vinna samkvæmt gæðastöðlum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.07.2019

Nánari upplýsingar veita

Þóra Jónsdóttir - thorajo@landspitali.is – 840 3310
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir - elfahg@landspitali.is – 691 7823


Landspítali
Sjúkrahúsapótek
Hringbraut
101 Reykjavík

 

Umsóknarfrestur:

15.07.2019

Auglýsing stofnuð:

27.06.2019

Staðsetning:

Hringbraut Landsp. , 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi