Lífeindafræðingur - spennandi starf á röntgen

Landspítali Áland 6, 108 Reykjavík


Lífeindafræðingur - Spennandi starf á röntgendeild

Viltu takast á við ný og krefjandi verkefni?
Við leitum eftir 2 jákvæðum og metnaðarfullum lífeindafræðingum til starfa á ísótópastofu röntgendeildar Landspítala. Deildin sinnir læknisfræðilegri myndgreiningu og geislavörnum á spítalanum.

Í boði er krefjandi og spennandi starf þar sem unnið er í þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafi samband við Díönu, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Framkvæmd Ísótóparannsókna
  • Inngjöf geislavirkra efna og umönnun sjúklinga sem fara í ísótóparannsóknir
  • Verkefni á sviði gæðamála og geislavarna
  • Þátttaka í kennslu- og vísindavinnu

Hæfnikröfur:

  • Starfsreynsla á sviði ísótóparannsókna er kostur
  • Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
  • Starfsleyfi lífeindafræðings

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag lífeindafræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum og eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.

Um er að ræða dagvinnu frá kl. 8-16. Starfið er laust 1. maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi og kynningarbréfi. Ráðning í starfið byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.04.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Díana Óskarsdóttir - dianaosk@landspitali.is - 825 5834

Landspítali
Röntgendeild
Fossvogi
108 Reykjavík


 

Umsóknarfrestur:

01.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Áland 6, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi