Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Landspítali leitar að kraftmiklum og reyndum stjórnanda sem hefur brennandi áhuga á að stýra fjármálum á stærstu ríkisstofnun landsins og vinna að stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn spítalans. Framkvæmdastjórinn er hluti af framkvæmdastjórn spítalans og heyrir beint undir forstjóra.

Velta Landspítala er um 70 milljarðar króna og traustur fjárhagur er ein af grunnundirstöðum í stefnu spítalans. Megináherslur í starfinu eru sterk og stefnumiðuð stjórnun fjármála, í nánu samstarfi við aðra stjórnendur og sérhæfð teymi fjármálasviðs, m.a. á sviði fjárhagsbókhalds, reikningsskila, fjárstýringar og greininga.

Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. mars 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, í samræmi við 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.


Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta um fjármálastjórnun spítalans, þ.m.t. stefnumótun, markmiðasetning, þróun og umbótastarf í málaflokknum
» Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu Landspítala í heild
» Samhæfing á starfsemi og þjónustu fjármálasviðs og annarra sviða
» Samskipti við ytri aðila s.s. stjórnvöld og aðrar stofnanir
» Rekstur sviðsins, þ.m.t. uppbygging mannauðs og liðsheildar og fjárhagsleg ábyrgð


Hæfnikröfur
» Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla úr efstu lögum fyrirtækja eða stofnana
» Þekking og færni í stjórnun fjármála, æskilegt að hafa reynslu úr opinberum rekstri
» Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
» Brennandi áhugi á uppbyggingu Landspítala og innleiðingu stefnu spítalans
» Reynsla af umbótastarfi, teymisvinnu og breytingastjórnun
» Jákvætt lífsviðhorf og persónuleg gildi sem falla vel að stefnu Landspítala
» Afburða hæfni í tjáningu í ræðu og riti, á íslensku og ensku
» Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
» Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg


STARFSHLUTFALL 100%

UMSÓKNARFRESTUR 10.12.2018

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Ásta Bjarnadóttir, astabjarna@landspitali.is, 543 1330
LSH Skrifstofa forstjóra
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir að skila ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi, er inniheldur framtíðarsýn umsækjanda og rökstuðning fyrir hæfni til að gegna stöðunni. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Mat á umsóknum verður í höndum valnefndar þar sem forstjóri Landspítala tekur virkan þátt en forstjóri tekur ákvörðun um ráðningu í starfið. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Einnig er mögulegt að umsækjendur verði beðnir að vinna raunhæft verkefni og/ eða að aflað verði umsagna.

Landspítali er fjölmennasti vinnustaður landsins með um 6000 starfsmenn. Hlutverk Landspítala er að vera þjóðarsjúkrahús og hann er miðstöð þjónustu, menntunar og vísindastarfs á heilbrigðissviði. Megináherslur í stefnu Landspítala eru öryggismenning, góð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Mikilvægar krækjur varðandi ráðningar
Upplýsingar til þeirra sem sækja um sérfræðilæknisstörf, yfirlæknisstörf
Upplýsingar til þeirra sem sækja um stöðu sérfræðinga í hjúkrun, hjúkrunardeildarstjóra og yfirljósmóður
Leiðbeiningar til umsækjenda vegna umsókna um sérfræðilæknisstörf og yfirlæknisstörf

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

04.12.2018

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Upplýsingatækni Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi