Erfða- og sameindalæknisfræðideild

Landspítali Eiríksgata 5, 101 Reykjavík


Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á erfða- og sameindalæknisfræðideild. Deildin heyrir undir rannsóknarsvið og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Starfið er laust frá 2. janúar 2019 eða samkvæmt nánari samkomulagi.  

 

Á deildinni starfa yfir 30 manns í öflugu þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
» Rannsóknir í sameindaerfðafræði og önnur verkefni tengd starfsemi deildarinnar
» Skil á svörum samkvæmt stöðluðum aðferðalýsingum og viðeigandi verklagsreglum
» Að stuðla að faglegu starfi, gæðum og framförum í rannsóknum innan deildarinnar

 
Hæfnikröfur
» Háskólapróf í náttúrufræði, lífeindafræði, lífefnafræði, líffræði eða sambærilegum greinum
» Meistarapróf eða doktorspróf er æskilegt en ekki nauðsynlegt
» Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði erfðarannsókna er æskileg
» Góð almenn tölvukunnátta
» Góð skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
» Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
» Hæfni til að starfa í teymi
» Góð enskukunnátta

 
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað.


Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.


Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem tæplega 6.000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.12.2018

 
Nánari upplýsingar veitir
Eiríkur Briem - eirikurbr@landspitali.is – 847 5504


LSH Erfða- og sameindalæknisfræðideild
Hringbraut
101 Reykjavík

Umsóknarfrestur:

12.12.2018

Auglýsing stofnuð:

28.11.2018

Staðsetning:

Eiríksgata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi