Rafvirkja- og rafveituvirkjanemar

Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík


Viltu tryggja rafmagn á Íslandi? Okkur vantar nema!

Við viljum stelpur og stráka á samning og erum að leita að þér!

Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem nemar okkar hafa áhrif, njóta stuðnings, góðrar þjálfunar í starfi og hafa tækifæri til þróunar.

Okkur vantar tvo nema á samning hjá okkur. Við erum með lausar stöður fyrir:

  • Rafvirkjanema
  • Rafveituvirkjanema


Spennandi og skemmtileg verkefni eru í boði fyrir rétta einstaklinginn.

Við flytjum raforku á Íslandi og stýrum uppbyggingu flutningskerfisins. Við sjáum fyrir okkur rafvædda framtíð sem er í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga afendingu á raforku til framtíðar og að ná sátt um þær leiðir sem farnar verða. Við viljum taka tillit til þarfa samfélagsins á hverjum tíma og sýnum ábyrgð í umgengni við náttúruna. Hjá Landsneti berum við umhyggju hvert fyrir öðru, sköpum góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar - samvinnu, ábyrgð og virðingu - að leiðarljósi.

Umsóknarfrestur er til 16.desember

Nánari upplýsingar veita Smári Jónasson, forstöðumaður netþjónustu, og Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur, sími: 563-9300, netfang: mannaudur@landsnet.isUmsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.

Umsóknarfrestur:

16.12.2018

Auglýsing stofnuð:

20.11.2018

Staðsetning:

Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi