Fageftirlit rafbúnaðar

Landsnet hf. Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík


Fageftirlit rafbúnaðar

Hjá Landsneti leggjum við áherslu á gott starfsumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsfólk okkar hefur áhrif, nýtur stuðnings, fær góða þjálfun og hefur tækifæri til þróunar í starfi.

Við leitum að öflugum einstaklingi í nýtt starf fageftirlits við uppsetningu rafbúnaðar í flutningsmannvirki Landsnets. Starfið er á framkvæmda- og rekstrarsviði sem sinnir uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi fyrirtækisins, í hóp reyndra verkefnastjóra og sérfræðinga. Starfstöð getur hvort sem er verið á Akureyri eða í Reykjavík.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón með eftirliti, úttektum og prófunum á rafbúnaði
• Umsjón með efnisafhendingu verkkaupa í framkvæmdaverk
• Þátttaka í verkefnateymi við hönnun og undirbúning framkvæmda

Menntunar- og hæfniskröfur
• Framhaldsmenntun á rafmagnssviði
• Þekking á rafbúnaði orkukerfa
• Reynsla af eftirliti er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Umsóknarfrestur er til og með 6.janúar 2019.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Unnur Helga Kristjánsdóttir, yfirmaður verkefnastjórnunar framkvæmda, 563 9300, unnur@landsnet.is og Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðingur, 563 9300, mannaudur@landsnet.is.

 

Umsóknarfrestur:

06.01.2019

Auglýsing stofnuð:

13.12.2018

Staðsetning:

Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi