Ert þú með næmt auga fyrir tísku

Kultur Kringlan 4-12, 103 Reykjavík


NTC óskar eftir að ráða öflugt starfsfólk í verslunina Kultur í Kringlunni. Verið er að leita að góðum sölumanni með áhuga á tísku og fatnaði. Reynsla af sölu- og verslunarstörfum er góður kostur. Verið er að leita að starfsfólki bæði í hlutastörf sem og sumarstörf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini

Hæfniskröfur:

  • Áhugi og ástríða fyrir tísku og öllu sem við henni kemur
  • Reynsla af sölustörfum eða menntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Metnaður til að ná árangri í starfi 
  • Góð samfélagsmiðlakunnátta er góður kostur
  • 25 ára eða eldri

NTC er lifandi og fjölbreytt fyrirtæki sem starfrækir 13 eigin verslanir á höfuðborgarsvæðinu, saumastofu í Reykjavík, eigin fataframleiðslu erlendis og heildsölu sem selur fatnað til margra af betri tískuvöruverslunum á landsbyggðinni. Hjá NTC starfa um 170 manns þar sem lagt er mikið uppúr góðum starfsanda og sterkri liðsheild.

Umsóknarfrestur:

01.05.2019

Auglýsing stofnuð:

15.04.2019

Staðsetning:

Kringlan 4-12, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi