Krikaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús

Krikaskóli Sunnukriki 1, 270 Mosfellsbær


Laus staða í Krikaskóla í Mosfellsbæ

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 eru um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum.  Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.  

Við óskum eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús. Um 50% framtíðarstarf er að ræða eftir hádegi.  Möguleiki er á 100% starfshlutfalli með afleysingum í skólastarfi. Aðstoðarmaður í eldhúsi vinnur undir leiðsögn matreiðslumanns.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2019

Frekari upplýsingar á heimasíðu Krikaskóla www.krikaskoli.is. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla Þrúður Hjelm thrudur@krikaskoli.is  eða Ágústa Ólafsdóttir sviðsstjóri Krikaskóla agusta@krikaskoli.is í síma 578-3400. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

14.02.2019

Auglýsing stofnuð:

07.02.2019

Staðsetning:

Sunnukriki 1, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi