Stuðningsfulltrúi í Kópavogsskóla

Kópavogsskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


 

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 360 nemendur og um 70 starfsmenn.  Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og dægradvöl fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Áhersla er lögð á list- og verkgreinar og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Kópavogur er í fararbroddi við innleiðingu breyttra kennsluhátta með nýtingu spjaldtölva og allir nemendur í 5. til 10. bekk verða með spjaldtölvur frá upphafi skólaársins 2017 til 2018. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.                     

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 62,5% starf stuðningsfulltrúa, vinnutími er frá klukkan 8 til 13.

Ráðningartími er frá 3. janúar 2018 til 7. júní 2019.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi.
  • Stundvís og  áreiðanleiki skilyrði

Frekari upplýsingar

Stuðningsfulltrúi vinnur undir stjórn kennara við að aðstoða nemendur í daglegu starfi úti sem inni. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is.

Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is 

Upplýsingar gefur Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í síma 441 3400 eða 899 0137. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

03.12.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi