Kópavogsskóli - Íþróttakennari

Kópavogsskóli Digranesvegur 15, 200 Kópavogur


Íþróttakennari  - við erum að leita að þér

Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum íþróttakennara til að slást í okkar hóp til þátttöku í skemmtilegu skólastarfi.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 370 nemendur og 70 starfsmenn.  Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt  uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli.

Lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Í Kópavogsskóla er allir kennarar og nemendur í 5. – 10. bekk með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti. Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Starfssvið

  • Íþróttakennsla á öllum stigum
  • Starfshlutfall er um það bil 50%

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íþróttakennaramenntun
  • Kennsluréttindi í grunnskóla
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á Uppeldi til ábyrgðar
  • Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir og drífandi og áhugasamir fyrir þróunarstarfi

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á   www.kopavogsskoli.is. 

Upplýsingar gefa Guðmundur Ásmundsson skólastjóri eða Guðný Sigurjónsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441 3400. 

Umsóknarfrestur:

17.05.2019

Auglýsing stofnuð:

02.05.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 15, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi