Verkstjóri starfsmanna í Örva

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Verkstjóri óskast til starfa í Örva starfsþjálfun.
 
Örvi býður upp á tímabundna starfshæfingu og starfsþjálfun fyrir fatlað fólk.  Meginmarkmið Örva er að efla og styðja einstaklinga til starfa á almennum vinnumarkaði.   Í Örva er unnið eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða 100% starf í dagvinnu.

Staðan er laus frá og með 3. janúar 2019. Um framtíðarstarf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð, almenn menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vinnu með fötluðu fólki
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Framtakssemi og jákvæð viðhorf í starfi
 • Reynsla af umgengni og vinnu við vélar æskileg
 • Frumkvæði og skipulagshæfileikar
 • Starfið getur verið líkamlega krefjandi

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Hefur umsjón og stjórn yfir vinnu verkefna í vinnusölum
 • Styður einstaklinga með skerta vinnugetu í starfshæfingu og starfsþjálfun
 • Hefur umsjón með vélum og búnaði vegna framleiðslu plastumbúða
 • Er í samskiptum við viðskiptavini Örva, sér um móttöku og skráningu pantana
 • Sér um að afla verkefna, tilboðsgerð og verðlagningu verkefna í samráði við forstöðumann

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgitta Bóasdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 441-9860 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið birgittabo@kopavogur.is  

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

 

Umsóknarfrestur:

06.12.2018

Auglýsing stofnuð:

21.11.2018

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Stjórnunarstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi