Verkefnastjóri óskast í eignadeild

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Kópavogsbær óskar eftir verkefnastjóra ástandsskoðunar fasteigna og eftirlits með viðhaldsframkvæmdum, sem sinnir einnig umsýslu með fasteignum í eigu Kópavogsbæjar. Um nýtt starf er að ræða sem kemur til með að þróast með þeim starfsmanni sem ráðinn verður í starfið.

 Starfssvið

 • Ástandsskoðun allra fasteigna Kópavogsbæjar.
 • Gerð útboðsgagna, kostnaðar- og viðhaldsáætlana.
 • Eftirlit og umsjón með verktökum bæjarins.
 • Skráning gagna í skjalakerfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Verkfræði- eða tæknimenntun á háskólastigi.
 • Reynsla af viðhalds- og byggingarframkvæmdum.
 • Iðnmenntun sem nýtist í starfi og meistararéttindi æskileg.
 • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Þekking á Autocad æskileg.
 • Þekking á skjalavistunarkerfi ONE æskileg.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags.

Konur jafnt sem karla eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Már Karlsson deildarstjóri í síma 441-0000.

Umsóknarfrestur:

28.08.2019

Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi