Verkefnastjóri íbúatengsla

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Laust er til umsóknar nýtt starf verkefnastjóra íbúatengsla. Hlutverk verkefnastjóra er að sinna tengslum bæjarins við íbúa og halda utan um öll samskipti, önnur en þau sem falla undir almannatengsl. Horft er til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjóri heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Helstu verkefni

 • Ber ábyrgð á stefnumörkun á sviði þátttökulýðræðis og innleiðingu verkefna á því sviði.
 • Skipuleggur íbúafundi eftir atvikum í samráði við fagsvið, deildir og stofnanir.
 • Stýrir verkefninu „Okkar Kópavogur“ sem snýr að þátttöku íbúa bæjarins við ráðstöfun fjármagns til framkvæmda.
 • Stýrir framkvæmd íbúakosninga.
 • Ber ábyrgð á innleiðingu Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna nr. 16.7: Teknar verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem brugðist er við aðstæðum og víðtæk þátttaka tryggð.
 • Heldur utan um ábendingarkerfi bæjarins í samráði við gæðastjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem opinber stjórnsýsla, verkefnastjórnun, fjölmiðlafræði eða sambærilegt.
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
 • Reynsla af kynningarmálum og/eða blaða- eða fréttastörfum kostur.
 • Framkoma á opinberum vettvangi kostur.
 • Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni í ræðu og riti.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Þekking á opinberum rekstri kostur.
 • Þekking á starfsemi sveitarfélaga kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Páll Magnússon (pallm@kopavogur.is), s. 441-0000.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags innan BHM. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.

Umsóknarfrestur:

11.02.2019

Auglýsing stofnuð:

17.01.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi