Starfsmenn í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir sumarstarfsmönnum til starfa í íbúðarkjarna fyrir fatlaða.

Helstu verkefni og ábyrgð  

  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis. 
  • Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Félagsliði, stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Íslenskukunnátta 
  • Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi 
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi 
  • Bílpróf æskilegt

Starfshlutfall og ráðningartími


Um er að ræða 100% störf í vaktavinnu í sumarafleysingu með möguleika á framhaldi. 

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Adda Haraldsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 441-9560 eða í tölvupósti thordisadda@kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

11.04.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi