Starfsmaður á vinnustað fyrir fatlaða

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmann í sumarstarf á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk 

Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, starfs- og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Vinnustaðurinn leitar að drífandi og áhugasömu starfsfólki til að takast á við fjölbreytt verkefni í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.  

Unnið er í skipulagðri hópavinnu og einstaklingsmiðaðri þjálfun. Ýmis þróunarverkefni eru í gangi, til að mynda er vilji til að efla listasmiðju og verkefni tengd sköpun af ýmsu tagi.  


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi 
  • Stundvísi og samviskusemi 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Framtakssemi og jákvæðni í starfi 
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi 
  • Góð íslenskukunnátta 


Helstu verkefni  

 

  • Þátttaka í faglegu starfi  
  • Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í starfi 
  • Þátttaka í starfsþjálfun fatlaðs fólks  

Starfshlutfall og ráðningartími 
Um er að ræða 100 % stöðu í dagvinnu. Vinnutími er 8:00 – 16:00, og 8:30 – 16:30. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  fyrir 1. júní. 

Frekari upplýsingar 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. 
 
Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.  

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi