Stuðningur á leikja- og íþróttanámskeið

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Starfið felur í sér stuðning við einstaklinga með fötlun á leikja - og íþróttanámskeiðum. Um er að ræða börn á aldrinum 7 til 12 ára, unglinga í vinnuskóla frá aldrinum 13 til 17 ára og ungmennum í atvinnu með stuðningi frá 18 til 25 ára.  

Mikilvægt er að hafa getu til að hvetja börnin og ungmennin á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Starfstími í yngri barna- og  unglingastarfi eru 6 vikur en allt að 8 vikur með 18 ára og eldri. 


Hæfniskröfur 

  • Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum og ungmennum með fötlun
  • Umburðalyndi, skilningur og jákvæðni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Geta til að veita stuðning við hvers kyns aðstæður sem upp kunna að koma.  
  • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.  

Frekari upplýsingar um starfið 
Vinnutími  er frá kl. 8 - 16 / 9 - 17 og eða eftir skipulagi námskeiða og vinnuúrræða.

 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. 

Starfshlutfall er 100%. 

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á menntasviði (arnam@kopavogur.is) s. 441 0000 

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi