Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Velferðarsvið óskar eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk


Velferðarsvið óskar eftir starfsmönnum í hlutastarf. Um er að ræða starf í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Allir íbúar eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem þarf þjónustu allan sólarhringinn.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun félagsliða, tvö ár í framhaldsskóla eða sambærileg menntun.
  • Þekking og reynsla af störfum með einhverfum og/eða þroskahömluðum er kostur.
  • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta er mikilvæg.
  • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Almenn ökuréttindi skilyrði
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða blandaðar vaktir; morgun,- dag,- kvöld,- og helgarvaktir
  • Starfshlutfallið er 40 til 80% í vaktavinnu
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi.
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefur Unnar Þór Reynisson eða Helga Kristín Braga Geirsdóttir í síma 441 1870.

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

11.04.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi