Skapandi vegglist í Kópavogi

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Hópum og einstaklingum býðst að starfa við vegglistagerð í Kópavogi. Um er að ræða spennandi störf fyrir ungmenni 18 ára og eldri (fædd á tímabilinu 1993 - 2001) í allt að 8 vikur á tímabilinu 31. maí til 26. júlí 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsfólki í vegglist er ætlað að skreyta veggi undirgangna bæjarins.
  • Starfsfólk þarf að geta unnið sem einstaklingar og í samvinnu með öðrum.
  • Um er að ræða hugmyndavinnu, skissugerð, undirbúning, framkvæmd og frágang.

Með umsókn þarf eftirfarandi að fylgja:

  • Ferilskrá og kynningarbréf með upplýsingum um umsækjenda og ástæður fyrir umsókn um starfið.
  • Greinargóð lýsing á tillögu um verk sem hentar í undirgöng ásamt skissum.
  • Upplýsingar um alla aðstandendur verkefnisins og tilgreindur einn tengiliður (séu fleiri en einn umsækjandi í verkefninu).

Athugið! Hægt er að senda lýsinguna á verkefninu með sem viðhengi eða skila í umslagi merkt „Vegglist í Kópavogi -umsókn“ í Molann ungmennahús Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af vegglist, myndlist eða öðru handverki æskileg.
  • Umsækjendur þurfa að vera fæddir á tímabilinu 1993-2001.
  • Samviskusemi, stundvísi og jákvæðni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar

Við val á verkefnum verður meðal annars tekið tillit til raunhæfni og frumleika verkefnisins, fjölbreytni og gæði umsókna.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi