Leikskólaráðgjafi leikskóladeildar Kópavogs

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Menntasvið Kópavogsbæjar rekur 19 leikskóla í sveitarfélaginu auk tveggja þjónusturekinna leikskóla. Í leikskólum Kópavogs eru u.þ.b. 2100 börn og um 700 starfsmenn í um 550 stöðugildum.

Starf leikskóla Kópavogs einkennist af faglegum metnaði þar sem lögð er áhersla á skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi barna og starfsmanna. Mikilvægt er að leikskólaráðgjafi sé jákvæður og uppbyggjandi í samskiptum, hafi ríkan vilja til að ná árangri og brennandi áhuga á þróun leikskólastarfs til framtíðar.

Unnið er að innleiðingu Barnasáttmála og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í allar stofnanir bæjarins. Einnig er lögð rík áhersla á innleiðingu vináttuverkefnis Barnaheilla fyrir börn frá eins til sex ára. Markvisst er unnið að því að fjölga leikskólakennurum og í þeim tilgangi eru starfsmenn studdir til náms í leikskólakennarafræðum með námsstyrkjum.

Helstu verkefni:

 • Ráðgjöf um fagleg málefni, skipulag leikskóla og uppeldis- og menntastarf í leikskólum.
 • Ráðgjöf um foreldrasamstarf, stjórnun og starfsmannamál.
 • Eftirfylgni með gæðum í uppeldis- og menntastarfi og aðbúnaði í leikskólum.
 • Miðlun þekkingar og nýjunga á sviði leikskólafræða.
 • Ráðgjöf og stuðningur við foreldra leikskólabarna.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun.
 • Framhaldsmenntun (MA, MSc eða diplóma að lágmarki) á sviði leikskólakennarafræða, eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Góð reynsla af leikskólastarfi.
 • Reynsla af stjórnun í leikskóla.
 • Hæfni til að leiða faglega forystu.
 • Sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólamálum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð nálgun.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og BHM.

Ráðningartími er 15. ágúst 2019, eða samkvæmt samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar í  síma 4410000 og 8615440

Tekið er á móti umsóknum/ferilskrám í gegnum ráðningarvef bæjarins

Umsóknarfrestur:

19.05.2019

Auglýsing stofnuð:

02.05.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi