Leikskólakennari í leikskólann Álfaheiði

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Býrð þú yfir brennandi áhuga á starfi með börnum og langar að tilheyra reynslumiklum og öflugum faghópi leikskólakennara í leikskólanum Álfaheiði?

Leikskólinn Álfaheiði í Kópavogi óskar eftir leikskólakennara, þroskaþjálfa eða einstaklingi með sambærilega menntun sem nýtist í starfi.

Í Álfaheiði dvelja 80 börn á aldrinum eins til fimm ára og við skólann starfar stór, reynslumikill og skemmtilegur hópur fagfólks. Unnið er samkvæmt aðalnámskrá leikskóla.

Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað í Kópavogi í nálægð við skemmtileg útivistarsvæði en útivera og umhverfismennt er mikilvægur þáttur í okkar starfi.     

Deilum gildum okkar til að skapa betri heim eru einkunnarorð skólans því jákvæðum lífsgildum er fléttað inn í leik og allt daglegt starf. Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðunnni okkar  http://alfaheidi.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.
  • Góð íslenskukunnátta 

Ráðningartími og starfshlutfall

Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst eða eftir samkomulagi.

Um er að ræða 100% starf

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Nánari upplýsingar um starfið gefur                                                Anna Rósa Sigurjónsdóttir leikskólastjóri eða Rakel Ýr Isaksen sérkennslustjóri í síma 441-5400 

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

20.06.2019

Auglýsing stofnuð:

07.06.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi