Leiðbeinandi í frístundaklúbbnum Hrafninn

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Sumarstarf í frístundaklúbbnum Hrafninum er fyrir börn og unglinga með fötlun á aldrinum 7 til 16 ára. Sumarstarfið fer fram í húsnæði Salaskóla.  


Starfið í Hrafninum er tvíþætt, annars vegar sumarnámskeið fyrir 7 til 12 ára börn og vinnu - og frístundastarf fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára. Unglingavinna er í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs.  

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. 
  • Stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börnin. 
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi og lok hvers dags. 


Hæfniskröfur 

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg.
  • Reynsla af starfi með börnum með fötlun æskileg.
  • Umsækjandi búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi og iðki skipulögð og fagleg vinnubrögð.     

 
Frekari upplýsingar 
Vinnutími  er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00. 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. 


Starfshlutfall er 100%. Starfstími er frá 3. júní - 19. júlí.  
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 
 
Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á menntasviði. Netfang arnam@kopavogur.is S. 441 0000 

Umsóknarfrestur:

17.04.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi