Leiðbeinandi frístundarklúbbnum Tröð

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Starfs – og frístundaklúbburinn Tröð hefur aðsetur í Meltröð 6 í Kópavogi. Klúbburinn er fyrir ungmenni með fötlun á aldrinum 17 til 25 ára. Í klúbbnum er boðið er upp á atvinnu - og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers eins.  

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. 
  • Stuðlað að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við ungmennin. 
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. 
  • Næsti yfirmaður er forstöðumaður í Tröð.  


Hæfniskröfur 

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg.
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum með fötlun æskileg.
  • Umsækjandi búi yfir færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi og iðki skipulögð og fagleg vinnubrögð. 

 
Frekari upplýsingar 
Vinnutími  er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00. 
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. 


Starfshlutfall er 100%. Starfstími er frá 27. maí – 26. júlí  

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 
 
Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á menntasviði. Netfang arnam@kopavogur.is S. 441 0000 

Umsóknarfrestur:

03.03.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi