Leiðbeinandi á smíðavelli

Kópavogsbær Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Leiðbeinandi óskast á smíðavöll í sumar

Smíðavöllur er kofabyggð fyrir unga smiði á aldrinum 9 til 12 ára. Smíðavöllur er opin frá kl. 10:00 – 15:00 virka daga á meðan á námskeiðinu stendur.   

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. 
  • Stuðlað að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börnin. 
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags.
  • Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.  

 
Hæfniskröfur 

  • Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu.
  • Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og  veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp. 
  • Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.  

 
Frekari upplýsingar um vinnutíma 
Vinnutími  er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 -17:00. 
Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. 
Starfshlutfall er 100%. 

Starfstími er í 3. júní – 10. júlí. 
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. 
 
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Pálmason s. 696-1621 og Guðrún Svava Baldursdóttir s. 696-1624 

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar.

Umsóknarfrestur:

16.04.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi