Karlkyns starfsmaður -laugarvarsla og móttaka

Kópavogsbær Borgarholtsbraut 17, 200 Kópavogur


Karlkyns starfsmaður óskast í Sundlaug Kópavogs

Laust er til umsóknar starf í móttöku sundlaugarinnar og við laugarvörslu, þrif og baðvörslu í búningsklefum karla. Unnið er á vöktum og þar af eru unnar tvær helgar af hverjum fjórum. 

Sundlaug Kópavogs er staðsett í vesturbæ Kópavogs stutt frá Hamraborginni.  Mannvirkið var að stórum hluta endurnýjað á árinu 2008 og er einn stærsti sundstaður landsins.  Þar eru sundlaugar úti og inni, ásamt heitum pottum, gufubaði og rennibrautum.  Hjá lauginni starfa á þriðja tug manna við þjónustustörf og öryggisgæslu.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í síðasta lagi 5. september næstkomandi. 
  • Starfshlutfall er 90,8%
  • Um framtíðarstarf er að ræða.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Allgóð sundkunnátta áskilin. 
  • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir samviskusamir, vinnusamir og þjónustulundaðir. 
  • Starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru. 
  • Eingöngu karlar koma til greina í starfið.
  • Starfið krefst okkurrar íslenskukunnáttu.

 

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Kópavogs og Launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar gefur Jakob Þorsteinnson forstöðumaður í s. 441 8505.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

18.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Borgarholtsbraut 17, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi